Saltþolnar plöntur

Hér eru nokkur dæmi um saltþolnar plöntur. Ekki er um tæmandi lista að ræða. Saltþolnar plöntur eru þær sem þola frekar en aðrar plöntur að fá á sig salt. Plöntur geta sviðnað undan salti. Gott er að planta mjög saltþolnum plöntum utast og öðrum tegundum þar fyrir innan. Í sjálfu sér geta flest allar plöntur dafnað á stöðum nálægt sjó, svo framanlega sem þær séu í skjóli fyrir vindátt af hafi. Gagnlegt getur verið að spúla yfir plöntur í görðum sem eru nálægt sjó, til að hreinsa af þeim salt sem getur hafa borist á þær.

Ekki er hægt að ábyrgjast að allar vörur sem eru á vefsíðu okkar séu alltaf til.

Sýna 1–12 af 35 niðurstöður