Stórblóma (stilk) rósir

Stórblómarósir (Stilk) rósir eru yfirleitt með eitt blóm á stilk og henta vel til afskurðar. Til að ná fram kröftugum vexti og góðum stilk eru þær klipptar niður í ca 20 cm að vori og grisjaðar þannig að einungis sverar hraustlegar greinar eru skildar eftir og hver grein klippt niður að hraustu brumi sem látið er vísa út úr greinaþyrpingunni. Ef rósirnar eru klipptar þannig niður þá seinkar það að vísu blómgun.

Ekki er hægt að ábyrgjast að allar vörur sem eru á vefsíðu okkar séu alltaf til.

Sýna 1–12 af 22 niðurstöður