Bóndarósir

Bóndarósir eru glæsilegar plöntur, bæði með mikið laufskrúð og stór og falleg blóm. Það þarf að gróðursetja þær 4-5 cm niður fyrir neðsta hluta rótarháls sem er sá staður þar sem brumið / sprotinn vex út úr rótarhnýðinu. Mikilvægt er að jarðvegur sé vel framræstur og næringarríkur og það þarfa að gefa þeim gott pláss í upphafi, því þær þola illa flutning. Þær byrja að blómstra á 2-3 ári, blómin eru stór og ýmist fyllt eða hálffyllt. Bóndarósir þurfa stuðning, t.d. með járnhring sem fer utan um plöntuna. Gott að gefa lífrænan áburð fyrri hluta sumars til að viðhalda lífsþrótti og blómgun.

Ekki er hægt að ábyrgjast að allar vörur sem eru á vefsíðu okkar séu alltaf til.

Sýna 1–12 af 19 niðurstöður