Eðalrósir

Eðalrósir eiga góða möguleika á að dafna en eru kröfuharðar á hita. Til að þær njóti sín sem best þurfa þær að vera á sólríkum og skjólsælum stað og jarðvegurinn þarf að vera loft – og næringarríkur. Þær þurfa vetrarskýlingu til að eiga möguleika á að lifa af veturinn. Þær eru ágræddar á rót af harðgerðri rós og það þarf að gróðursetja þær ca. 5 cm niður fyrir ágræðslustaðinn sem er rétt yfir rótarkerfinu, á skilum sverari og grennir greina. Á vorin eru rósirnar klipptar niður ef þær eru of háar, grisjaðar þannig að sverar hraustar greinar eru skildar eftir, gjarnan klipptar niður að hraustu brumi sem snýr út úr greinaþyrpingunni. Einnig þarf að klippa framan af greinum sem hafa kalið. Nauðsynlegt er að gefa þeim áburð á vorin t.d að strá blákorni yfir jarðveginn og gott að vökva þær síðan með blómaáburði reglulega yfir sumarið. Eru frekar viðkæmar.

Ekki er hægt að ábyrgjast að allar vörur sem eru á vefsíðu okkar séu alltaf til.

Sýna 1–12 af 85 niðurstöður