Fjölæringar

Fjölærar plöntur eiga það sameiginlegt að sölna alveg niður að hausti og koma svo aftur upp frá rót að vori. Undantekningar eru sígrænir fjölæringar sem halda blaðmassanum yfir veturinn en koma með ný lauf að vori þegar þau gömlu sölna. Gott er að hafa í huga stærð, blómgunartíma og þau skilyrði sem tegundirnar krefjast þegar velja á fjölæringa í beð. Stærð þeirra getur verið allt frá örfáum cm upp í nokkra metra, blómgunartími getur verið frá því apríl / maí og alveg fram í október og sumir vilja litla sól og raka á meðan aðrir þrífast best í mikilli sól og þurrum jarðvegi. Blómin standa yfirleitt í 3-5 vikur, því er gott að velja saman tegundir sem blómstra á mismunandi tíma og staðsetja hærri plöntur fjær kantinum á beðinu og þær minnstu næst honum. Sumum fjölæringum er gott að skipta á nokkurra ára fresti til að viðhalda vaxtarþrótti og blómgun á meðan aðrir vilja fá að sitja sem fastast. Þetta er best að gera á vorin eða haustin því þá er meiri raki í jarðvegi. Mun vandasamara er að skipta þeim á sumrin, það hentar aðeins sumum tegundum eins og t.d. steinbrjótum og hnoðrum. Sama gildir ef færa á fjölæringa til í garðinum.

Ekki er hægt að ábyrgjast að allar vörur sem eru á vefsíðu okkar séu alltaf til.

Sýna 1–12 af 411 niðurstöður