Sumarblóm

Sumarblóm gleðja augað og gefa lífinu lit á sumrin. Þau bera nafn sitt sem sumarblóm því að þau lifa bara sumarið. Það er mjög gefandi að hafa falleg sumarblóm í kringum sig og láta þau umvefja nærumhverfi sitt. Sumarblóm hafa mismunandi blóm og blöð, einnig eru sum hærri en önnur og svo eru líka til sumarblóm sem hanga. Sumarblómum er plantað í jörðu og einnig í ker, potta á palla og svalir. Besti staður fyrir sumarblóm er sólríkur staður, en þau þola líka hálfskugga sem þýðir að það er í lagi að það skíni ekki alltaf full sól á þau. Sólríkur staður er yfirleitt hlýr staður. Sumarblóm þurfa næringarríkan jarðveg / mold og það er best að vökva með áburðarvatni 1x í viku yfir sumartímann. Vökvun getur verið mismunandi milli tegunda og sum blóm kjósa að hafa alltaf moldina frekar raka á meðan aðrar tegundir vilja þorna á milli vökvunar. Ef að rignir mikið yfir sumarið í pottinn þá skolast næring úr moldinni og þá þarf að huga að gefa næringu oftar. Yfir sumarið getur verið gott að klippa burtu sölnuð lauf og blóm til að plantan sé sem fallegust allt sumarið.

Ekki er hægt að ábyrgjast að allar vörur sem eru á vefsíðu okkar séu alltaf til.

Sýna 1–12 af 105 niðurstöður