Fræðsluhornið - Gróðrarstöðin MörkFræðsluhornið  - Gróðrarstöðin Mörk
Opið í dag: 09:00 - 16:00 S: 581 4550 Plöntuúrval
leita
Valmynd
×
  • Forsíða
  • Um Okkur
  • Fræðsluhornið
  • Vöruúrval
  • facebook
  • google+
  • Stjörnugróf 18, 108, Reykjavík
  • S: 581 4550 - E: [email protected]
  • VIRKA DAGA OPIÐ 09:00-16:00.   Svarað er í síma virka daga milli kl  09:00 – 16:00.

    Laugardag og sunnudag LOKAÐ

     

  • Fræðsluhornið
  • Uncategorised

Vetrarskýli

by Guðrún Vilhjálmsdóttir on 18th febrúar 2021

Á íslandi þurfa sumar viðkæmari tegundir, aðallega sígrænar, vetrarskýlingu til að þær lifi af veturinn.

Hægt er að skýla plöntum á margskonar hátt og fjarlægja svo skýlinguna að vori þegar öll hætta

á næturfrosti er liðin hjá. Hægt er að undirbúa vetrarskýlinguna áður en jörð frýs og reka þá

niður stoðir / staura og festa svo sjálfa skýlinguna t.d. stiga á þegar veður versna.

Snemma á vorin í febrúar – apríl, er hættulegasti tíminn fyrir sígrænar plöntur, þegar sólin skín

og enn er frost í jörðu, svokallað „berfrost“ þá eru plönturnar ekki byrjaðar að ljóstillífa og nálar

geta orðið brúnar vegna útgufunar.

 

Dæmi um vetrarskýlingu:

Rósir – Hreykja upp mold að stofni og setja lauf eða kurl yfir.

Sígrænar plöntur – Reka niður 3-4 staura og strengja skýlingu t.d. striga á þá með heftibyssu.

Einnig er hægt að útbúa samskona A laga skýli með því að nota t.d. grenigreinar. Hreinsa hliðar-

greinar af endunum sem eiga að stingast niður í jörðina og binda svo allar þrjár geinarnar

saman að ofan.

Plöntur í pottum – Einangra þarf pottinn til að koma í veg fyrir rótarkal.

Fjölærar plöntur – Þekja með laufi, kurli eða greinum t.d. af grenigreinum.

 

Gróðursetning

by vefmedia on 1st júní 2015

Geymsla

Best er að gróðursetja plöntur sem fyrst eftir að þær hafa verið keyptar til að koma í veg fyrir þornun. Ef einhver tími líður á milli, nokkrir klukkutímar eða heill dagur, verður að gæta þess að pottaplöntur og plöntur með hnaus séu vökvaðr. Berróta plöntur eru best geymdar með því að moka mold yfir ræturnar og vökva. Berróta plöntum er öllum plöntum hættast við að þorna sérstaklega ef sól nær að skína á rætur þeirra.

Limgerðisplöntur

Þegar gróðursett er í limgerði er best að grafa hæfilega djúpan skurð eftir snúru og raða síðan plöntunum í skurðinn með u.þ.b. 25-30 cm millibili sem er um 3 til 4 plöntur á meter. Loka síðan skurðinum og þjappa að plöntunum en ekki mjög fast. Einnig er hægt að grafa hæfilega stóra holu, setja plöntuna í og loka holunni með því moldarmagni sem grafið er upp úr næstu holu og svona koll af kolli.

Gróðursetningardýpt

Trjáplöntum er eðlilegast að rótarkerfið sé sem næst yfirborði. Best er að planta trjáplöntum þannig að yfiborð rótarkerfis þeirra sé rétt undir jarðvegsyfirborði, innan við 5 cm.

Frostlyfting

Nýútplantaðar plöntur þarf að verja gegn frostlyftingu. Frostlyfting á sér stað þar sem plöntur standa í berri mold og lyftast upp þegar jarvegurinn frýs.

Viðkvæmastar eru berróta eða smáar plöntur eins og til dæmis limgerðis – og skógarbakkaplöntur. Ráðlegast er að hylja moldaryfirboðið i kringum nýútplantaðar trjáplöntur með 2-3 cm lagi af sandi eða trjákurli til varnar frostlyftingu.

Rósir

Ágræddar rósir skulu gróðursettar það djúpt að ágræðslustaðurinn sé 10 cm undir yfirborðinu. Þetta er gert til þess að minnka líkur á villiskoti fra rótinni sem ágrætt er á.

Ágrædd eplatré á að gróðursetja þannig að ágræðlustaðurinn sé 10 cm yfir yfirborði. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að rætur nái að myndast fram hjá ágræðlunni niður í jarðveg.

Uppbinding

Það er nauðsynlegt að binda upp stór tré með á meðan þau eru að festa rætur. Þetta á við um tré yfir 150 cm. Einnig minni tré, s.s. ávaxtatré, Gullregn, Hengigullregn,  Hengiselju og Hengibaunaré. Það er betra að binda upp en að troða jarðveginn mjög fast að rótum plöntunnar því að þá verður jarðvegurinn loftlaus. Einnig ber að forðast að planta trjáplöntu dýpra til að fá stöðugleika.

Rými fyrir rætur

Holan sem gróðursett er í, á að vera það stór að rætur plöntunnar kuðlist ekki saman.

Forðist vatnspolla

Beð sem gróðursett er í, á að jafnaði að vera nokkru hærra en umhverfið til þess að vatn renni af því. Ekki má gróðursetja þar sem vatn getur safnast fyrir að vetri til.

Vökva vel

Jarðveginn á alltaf að vökva vel þegar búið er að gróðursetja.

Þá er átt við að efstu 20 til 30 cm jarðvegsins séu gegnblautir. Varast ber að setja tilbúinn áburð beint í holur sem gróðursett er í, þá er hætt við að áburðurinn brenni ræturnar.

Guðmundur Vernharðsson, garðyrkjufræðingur.

Vökvun

Vökvun er mjög mikilvæg þegar nýbúið er að planta út plöntum. Það getur verið gott að hafa hjá sér fötu fulla af vatni og setja rótina á plöntunum þar ofan í meðan verið er að moka holuna. Þá drekkur rótarhnausinn í sig vatn. Gott er að hafa holuna 5-10 cm víðari en ummál plöntuhnaussins. Síðan er plöntunni komið fyrir í holunni og þjappað hæfilega að og svo er vökvað vel á eftir þ.e. að það blotni vel 40-60 cm niður í jörðina. Svona þarf að vökva annan til þriðja hvern dag í ca. 10 daga eftir útplöntun.

Ekki alltaf hægt að treysta á að rigning bleyti svona langt niður, þannig að það þarf að vökva vel þegar vökvað er.

Ker og Pottar

Ker og pottar með sumarblómum þarf að vökva vel. Pottar geta mjög auðveldlega þornað alveg og þá getur plantan hvergi náð í vatn. Þannig að kerin/pottarnir eru mjög háðir því að þau séu vökvuð vel og ker með sumarblómum í þurfa áburðarvatn að minnsta kosti 1x í viku frá maí – ágúst,september. Ker/pottar með sígrænum eða lauffellandi plöntum þarf að vökva allt árið ef ekki kemur frost. Frá tímabilinu sept – apríl, maí þarf að hella á pottinn 2-6 dl af vatni í hverri viku, fer allt eftir stærð pottsins/kersins.

Limgerðisplöntur/Berróta plöntur

Limgerðisplöntur / berróta plöntur. Eru mjög viðkvæmar fyrir þurrki og þarf að passa sérstaklega vel uppá vökvun hjá þessum flokki plantna. Mikilvægt er að koma þeim sem fyrst í mold eftir að úr gróðrastöðinni er komið. Það þarf að planta þeim út sem fyrst og þær þarf að vökva vel þ.e. í 10 daga eftir útplöntun þarf að tryggja það að vökvað sé vel annan hvern dag. Þá er átt við að staðið sé með slönguna í c.a. 2-4 mín við hverja plöntu og bleytt sé a.m.k. 40-60 cm niður í moldina.

Vökvun eftir útplöntun

Vökvun eftir útplöntun. Vökva vel þ.e. halda slöngunni/bununni í 1-2 mín á hverri plöntu. Það sama gildir við útplöntun á sumarblómum og fjölærum plöntum í beð. Vökva þarf sumarblóm með áburðarvatni frá maí og út ágúst.

Heimilisgarður

Getur verið til margra nota, það getur verið fallegur gróður í garðinum sem saman stendur af trjám, runnum, fjölærum blómum, sumarblómum og sígrænum plöntum. Það getum við kallað dvalarstað. Dvalarstaður getur verið á fleiri en einum stað í garðinum, allt eftir því hvar sólin er hverju sinni, þá er gott að sitja og njóta fegurðar gróðursins. Garðurinn á ekki bera að vera vinna heldur líka að gefa okkur aukinn styrk og kraft. Svo er hægt að hafa matjurtargarð með hinu ýmsa káli, kryddi og berjarunnum.

Áburður

by vefmedia on 1st júní 2015

Á hverju vori á að gefa öllum gróðri áburð. Í venjulegan garð þarf 6-10 kg af blönduðum áburði á hverja 100 m2. Honum skal stráð jafnt yfir allan garðinn. Með því að láta greina sýnishorn af jarðveginum hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins er hægt að fá örugga vísbendingu um áburðarþörfina. Ráðlegt er að gera það í nýjum garði. Ekki ætti að bera tilbúinn áburð á í rigningu og ekki setja hann á blautt gras eða blautar plöntur. Áburðinn á að bera á í þurru veðri, annars getur hann brennt gróðurinn. Húsdýraáburður er góður, einkum í nýja garða, en með honum á að jafnaði að nota tilbúinn áburð. Plöntuleifar og hvers konar lífrænn úrgangur er líka góður áburður og bætir samsetningu jarðvegsins. Þá er gott að hafa safnhaug í garðinum.

leita

Archives

  • febrúar 2021
  • júní 2015

Meta

  • Innskráning

MÖRK

    • Forsíða
    • Um Okkur
    • Fræðsluhornið
    • Vöruúrval

Plöntuúrval

Opnunartímar

    VIRKA DAGA OPIÐ 09:00-16:00.   Svarað er í síma virka daga milli kl  09:00 – 16:00.

    Laugardag og sunnudag LOKAÐ

     

Hafa samband

Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18 108, Reykjavík Sími: 581 4550 Fax:581 2228 [email protected]
  • facebook
  • google+
  • Allur réttur áskilinn
  • Skilmálar
  • Persónuvernd
  • Hannað & Hýst af Avista ehf.