Sígræn ást

Okkar plöntur fá kærleiksríkt uppeldi við íslenskar aðstæður, því gott uppeldi ber ávöxt.

 

Möggubrá Armis White

Tóbaksblóm

GRÓÐRASTÖÐIN MÖRK

Gróðrarstöðin Mörk var stofnuð haustið 1967 og hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin rúm 50 ár, er nú ein helsta uppeldisstöð landsins fyrir hverskonar garð- og skógarplöntur. Starfssvæði Gróðrastöðvarinnar Markar er einkar vel staðsett. Við erum innst í Fossvogsdal – miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Gróðrarstöðin Mörk hefur á boðstólnum garðtré í ýmsum stærðum, skrautrunna, skógarplöntur, fjölærar plöntur, sumarblóm og matjurtaplöntur. Einnig tilheyrandi vörur t.d mold, áburð og ker.