Fagursýrena ‘Elinor’

Upplýsingar

  • Latneskt heiti: Syringa x prestoniae 'Elinor'
  • Plöntuhæð: 2-4 m
  • Blómlitur: Bleikur
  • Blómgunartími: Júní - Júlí


  • Lýsing

    Harðgerður, vind – og saltþolinn stórvaxinn runni. Þarf sólríkan vaxtarstað en þolir vel hálfskugga, blómstrar þá minna. Þarf næringarríkan jarðveg. Blómstrar bleikum ilmandi uppréttum blómum.