Lækjarvíðir ‘Blika’
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Salix arbusculoides 'Blika'
- Plöntuhæð: 3-5 m
- Blómlitur: gulgrænn
- Blómgunartími: Fyrir laufgun
Lýsing
Harðgerður hávaxinn runni. Þrífst best á sólríkum og skjólgóðum stað og þarf frekar rakann jarðveg og hentar vel við tjarnir og læki. Nýtur sín vel sem stakstæður runni en hentar líka vel í limgerði. Greinar eru rauðbrúnar. Fær gula haustliti.