Selja (karlkyns)
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Salix caprea mas
- Plöntuhæð: 5-7 m
- Blómlitur: Gulur
- Blómgunartími: Maí
Lýsing
Harðgert, frekar vindþolið og fljótvaxið tré. Þrífst best á sólríkum stað og í rökum en vel framræstum og næringarríkum jarðvegi. Karlplöntur blómstra áberandi gulum reklum fyrir laufgun. Hentar í raðir, óklippt limgerði og skjólbelti.