Ilmkóróna ‘Mont Blanc’
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Philadelphus x polyanthus 'Mont Blanc'
- Plöntuhæð: 1-1,5 m
- Blómlitur: Hvítur
- Blómgunartími: Júní - Júlí
Lýsing
Harðgerður runni. Þrífst best á skjólgóðum, sólríkum stað en þolir hálfskugga. Þarf rakan og næringarríkan jarðveg. Blómstrar hvítum, ilmandi blómum á greinum fyrra árs. Fer vel í runnaþyrpingum.