Gljámispill
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Cotoneaster lucidus
- Plöntuhæð: 1,5 - 2 m
- Blómlitur: Hvítur
- Blómgunartími: Júní - Júlí
Lýsing
Harðgerður, vind- og saltþolinn. Þarf sólríkan vaxtarstað og sendinn, vel framræstan jarðveg. Notaður í limgerði, runnaþyrpingar og sem stakstæður runni. Þolir vel klippingu. Áberandi rauðir haustlitir.