
Flugeldalilja
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Kniphofia 'Orange Vanilla Popsicle'
- Plöntuhæð: 0,4-0,5 m
- Blómlitur: Appelsínugul/ Hvít
- Blómgunartími: Allt sumarið
Lýsing
Þrífst best á sólríkum og hlýjum stað. Gott að vökva reglulega með áburði yfir sumarið. Þolir illa að standa í bleytu og því þarf að passa dren mjög vel. Þolir þurrk. Blómin byrja dökkappelsínugul en lýsast yfir í hvítt eftir því sem þau opna sig. Hentar vel í beð og potta og einnig til afskurðar og í skreytingar.