
Maríuskór
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Lotus corniculatus
 - Plöntuhæð: 0,1-0,15 m
 - Blómlitur: Gulur
 - Blómgunartími: Júlí-Ágúst
 
Lýsing
Þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum, frekar rýrum jarðvegi. Langar greinar liggja eftir jörðinni. Blómknúpparnir byrja rauðir en verða gulir þegar þeir opna sig. Niturbindandi tegund.
					

