Hrafntoppa
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Sesleria heufleriana
- Plöntuhæð: 0,5-0,6 m
- Blómlitur: Fjólublár
- Blómgunartími: Júní til ágúst
Lýsing
Harðgerð grasplanta. Þarf sólríkan vaxtarstað, en þolir hálfskugga. Vill frjóan en frekar þurran jarðveg. Blöðin eru mjó og gráblá á yfirborðinu en græn á neðra borði. Sígrænt við góð skilyrði.