Fingurbjargarblóm
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Digitalis purpurea
- Plöntuhæð: 100-150 cm
- Blómlitur: Blandaðir
- Blómgunartími: Allt sumarið
Lýsing
Harðgerð. Þrífst best á sólríkum stað eða í hálfskugga. Þarf næringarríkan og vel framræstan jarðveg. Plantan er tvíær og getur haldið sér við með sjálfsáningu. Blómin eru eitruð.