Dögglingskvistur
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Spiraea douglasii
- Plöntuhæð: 1-1,5 m
- Blómlitur: Bleikur
- Blómgunartími: Ágúst - September
Lýsing
Harðgerður og vindþolinn runni með uppréttan vöxt. Þrífst best í á sólríkum stað en þolir hálfskugga. Hentar í runnabeð og lágvaxin limgerði. Þolir að vera klipptur niður árlega. Bleik blóm í löngum klasa. Dálítið skriðull.