Dalalilja
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Convallaria majalis
- Plöntuhæð: 0,2-0,3 m
- Blómlitur: Hvítur
- Blómgunartími: Maí til júní
Lýsing
Harðgerð og skuggþolin planta. Þrífst best í frjóum og rökum jarðvegi. Skríður með jarðstönglum og myndar fljótt breiður. Hentar sem skógarbotnsplanta og það má þurrka blómin. Öll plantan er eitruð.