Blóðheggur ‘Colorata’
Upplýsingar
- Latneskt heiti: Prunus padus 'Colorata'
- Plöntuhæð: 3-4 m
- Blómlitur: Bleikur
- Blómgunartími: Júní
Lýsing
Harðgerður stór runni eða lítið tré. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað og í sæmilegu skjóli. Þarf vel framræstan og loft – og næringarríkan jarðveg. Laufið rauðleitt í fyrstu en verður svo grænt og aðeins rauðleitt að neðan. Blómin bleik.