Rósir

jan 12, 2023

Eðalrósir eiga góða möguleika á að dafna en eru kröfuharðar á hita. Til að þær njóti sín sem best þurfa þær að vera á sólríkum og skjólsælum stað og jarðvegurinn þarf að vera loft – og næringarríkur. Þær þurfa vetrarskýlingu til að eiga möguleika á að lifa af veturinn. Þær eru ágræddar á rót af harðgerðri rós og það þarf að gróðursetja þær ca. 5 cm niður fyrir ágræðslustaðinn sem er rétt yfir rótarkerfinu, á skilum sverari og grennir greina. Á vorin eru rósirnar klipptar niður ef þær eru of háar, grisjaðar þannig að sverar hraustar greinar eur skildar eftir, gjarnan klipptar niður að hraustu brumi sem snýr út úr greinaþyrpingunni. Einnig þarf að klippa framan af greinum sem hafa kalið. Nauðsynlegt er að gefa þeim áburð á vorin t.d að strá blákorni yfir jarðveginn og gott að vökva þær síðan með blómaáburði reglulega yfir sumarið. Eru frekar viðkæmar. 

Enskar rósir eru stórblómstrandi rósir, henta margar hverja í potta og þurfa  vetrarskýlingu. David Austin rósir þekktastar í þessum flokk.

Klasablóma rósir draga nafn sitt af því að blómin eru mörg saman á grein.

Potta – og dvergrósir eru lágvaxnar og blómin smágerð, henta vel í potta og þurfa vetrarskýlingu ef þær eru í pottum þarf að einangra pottinn til að koma í veg fyrir að hann frjósi og fyrirbyggja þannig rótarkal.

Stórblómarósir (Stilk) rósir eru yfirleitt með eitt blóm á stilk og henta vel til afskurðar. Til að ná fram kröftugum vexti og góðum stilk eru þær klipptar niður í ca 20 cm að vori og grisjaðar þannig að einungis sverar hraustlegar greinar eru skildar eftir og hver grein klippt niður að hraustu brumi sem látið er vísa út úr greinaþyrpingunni. Ef rósirnar eru klipptar þannig niður þá seinkar það að vísu blómgun.

Þekjurósir  eru breiðvaxnar og greinarnar leggjast gjarnan til hliðar. Blómstra gjarnan mörgum en frekar smáum blómum.

Runnarósir eru almennt harðgerðar og þrífast best á sólríkum stað og þurfa loft – og næringarríkan jarðveg. Þær þurfa yfirleitt ekki vetrarskýlingu og best er að klippa þær á vorin með því að snyrta og grisja þær. Margar þeirra þroska nýpur á haustin sem hægt er að nota í sultur og í matargerð.

Antik rósir hafa langa ræktunarsögu og eiga það sameiginlegt að ilma einstaklega mikið.

Ígulrósir eru almennt mjög harðgerðar og blómviljugar. Margar rósir í þessum flokki geta myndað rótarskot sem stinga sér upp nálægt móðurplöntunni.

Íslenskar rósir Í þessum flokki eru rósir sem hafa verið kynbættar eða valdar á Íslandi. Jóhann Pálsson grasafræðingur hefur verið afkastamestur í kynbótum rósa á Íslandi.

Klifurrósir eru hávaxnar rósir sem þurfa uppbindingu og stuðning eigi þær að geta klifrað.

Þyrnirósir eru almennt mjög harðgerðar. Margar rósir í þessum flokki geta myndað rótarskot sem stinga sér upp nálægt móðurplöntunni.