Vetrarskýli

jan 15, 2023

Á íslandi þurfa sumar viðkæmari tegundir, aðallega sígrænar, vetrarskýlingu til að þær lifi af veturinn.

Hægt er að skýla plöntum á margskonar hátt og fjarlægja svo skýlinguna að vori þegar öll hætta

á næturfrosti er liðin hjá. Hægt er að undirbúa vetrarskýlinguna áður en jörð frýs og reka þá

niður stoðir / staura og festa svo sjálfa skýlinguna t.d. stiga á þegar veður versna.

Snemma á vorin í febrúar – apríl, er hættulegasti tíminn fyrir sígrænar plöntur, þegar sólin skín

og enn er frost í jörðu, svokallað „berfrost“ þá eru plönturnar ekki byrjaðar að ljóstillífa og nálar

geta orðið brúnar vegna útgufunar.

Dæmi um vetrarskýlingu:

Rósir – Hreykja upp mold að stofni og setja lauf eða kurl yfir.

Sígrænar plöntur – Reka niður 3-4 staura og strengja skýlingu t.d. striga á þá með heftibyssu.

Einnig er hægt að útbúa samskonar A laga skýli með því að nota t.d. grenigreinar. Hreinsa hliðar-

greinar af endunum sem eiga að stingast niður í jörðina og binda svo allar þrjár geinarnar

saman að ofan.

Plöntur í pottum – Einangra þarf pottinn til að koma í veg fyrir rótarkal.

Fjölærar plöntur – Þekja með laufi, kurli eða greinum t.d. af grenigreinum.