Já það á að setja einhvern húsdýraáburð í holu t.d. hænsna, hrossa eða sauðaskít

Já það er gott að sáldra tilbúnum áburði á allar trjáplöntur a.m.k. einusinni á ári

Þrjár plöntur á 1 meter, eða 25-30 cm á milli plantna til að mynda góðan, þéttan vegg.

Hafa ber í huga að bleyta jarðveginn vel. Þannig að jarðvegurinn sé blautur niður á 40 cm dýpi (Beina slöngunni að sömu plöntu í 1-2 mín)

Sumarblómaker: Þarf að vökva á hverjum degi á góðum þurrum sumardögum, minna ef rigning er.

Limgerðis –og hnausaplöntur: Vökva virkilega vel strax eftir útplöntun og annan hvern dag næstu 10 daga á eftir.

Sumarblóm í beði: Vökva á hverjum degi, sérstaklega eftir útplöntun

Matjurtir: Vökva vel eftir útplöntun og svo eftir veðri.

Limgerði er yfirleitt klippt á tímabilinu febrúar- apríl þegar plöntur eru í vetrardvala. Á sumrin má líka klippa ef til dæmis á að klippa limgerði sumarklpinningu. Já varður að passa að klippa ekki af allan nývöxtinn. Það er í lagi að fjarlægja stórar greinar af trám. Það má fella tré á sumrin. Sjá ítarefni um klippingar

Það er í lagi að færa plöntur á tímabilinu febrúar - apríl og svo aftur október – janúar. Ekki er ráðlagt að færa plöntur yfir tímabilið júní- ágúst, september. Þá er plantan með mestan nývöxt og viðkvæmust fyrir þurrki

Ef ætlunin er að láta trjákrónurnar ná einhverntíma saman þá er ráðlagt að hafa um 3 metra á milli plantna. Ef trjákrónan á aldrei að ná saman þá er haft 4-6 metrar á milli plantna.

Þegar blómin fara að sölna þarf að passa upp á að týna þau af og það þarf að taka blómin með blómabotninum til þess að varna því að plantan fari að mynda fræ. Sumarblómin verð þá til mikillar gleði og fegrunar lengur ef vel er um þau hugsað